Einu sinni voru kanína og björn að ganga í skóg einum og þar fundu þeir allt í einu lampa. Þeir tóku hann upp, nudduðu hann og þá kom andi úr lampanum: ég er búinn að vera fastur í þessum lampa í nokkrar aldir, en vegna þess að þið frelsuðuð mig ætla ég að veita ykkur 3 óskir. Björnin steig fram og sagði: Ég vildi að það væru bara birnur í skóginum fyrir utan mig. Andinn varð að ósk hans.
Þá kom kanínan: Jáh, mig langar í hjálm. Andinn varð að ósk hans og allt í einu var kominn hjálmur á hausinn á kanínunni.
Svo sagði björninn: Ég óska þess að það væru bara birnur í landinu fyrir utan mig. Andinn gerði það sem honum var sagt.
Þá sagði kanínan: Jáh, mér langar í rosahratt mótorhjól. Andinn varð að ósk hans og allt í einu var kanínan komin á rosaflott mótorhjól.
Þá kom björninn: Ég vildi að það væru bara birnur fyrir utan mig í öllum HEIMINUM. Andinn varð að ósk hans.
Þá kom kanínan: Jáh, veistu hvað, ég óska þess björninn væri HOMMI og keyrði af stað á þvílíkum hraða.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.