Einu sinni seint um kvöld komu þrír menn inn á hótel.
Fyrsti maðurinn fór í afgreiðsluna og bað um herbergi. Þá sagði afgreiðslukonan að ekkert herbergi væri laust en hann mætti alveg sofa á háaloftinu ef hann vildi. Hann vildi það og mátti þá velja sér byssu, hníf eða vasaljós til að hafa með sér. Hann tók byssuna og fór upp að sofa. Þegar hann lagðist í rúmið heyrði hann rödd segja: “Nú náði ég þér! Nú ætla ég sko að éta þig.” Hann leit í kringum sig en sá ekki neitt og hann var svo hræddur að hann skaut sjálfan sig í hausinn.
Síðan fór annar maðurinn og bað um herbergi. Konan sagði honum líka að ekkert herbergi væri laust en hann mætti alveg sofa á háaloftinu ef hann vildi. Hann vildi það og mátti þá velja sér annaðhvort hníf eða vasaljós. Hann tók hnífinn og fór upp að sofa. Þegar hann var að sofna heyrði hann rödd segja: “Nú náði ég þér! Nú ætla ég sko að éta þig.” Hann sá ekki neitt og hann var svo hræddur að hann stakk sjálfan sig með hnífnum og dó.
Svo fór þriðji maðurinn í afgreiðsluna og bað um herbergi. Konan sagði honum að það væri ekkert herbergi laust en hann mætti alveg sofa á háaloftinu ef hann vildi og hann gæti fengið þetta vasaljós með sér. Hann vildi það og tók vasaljósið og fór upp á háaloftið til að sofa. Þegar hann var lagstur í rúmið heyrði hann rödd segja: “Nú náði ég þér! Nú ætla ég sko að éta þig.” Hann sá ekkert en fór fram úr rúminu, kveikti á vasaljósinu og opnaði skápinn. Inni í skápnum sat þá lítill strákur og var að bora í nefið!