Dýrahringurinn byrjar á Hrútnum og endar á Fiskunum. Byrjar illa og endarenn verr, fer úr kjafthætti og frekju yfir í væmni og óákveðni. Talandi um að fara úr öskunni í eldinn, alla leið frá hræðslulausri rollu yfir í rollulegan fisk !

Hrútsmerkið er rolla, ég meina karlkyns rolla þ.e. hrútur. Rollulegheit er aftur á móti ekki að finna í eðli Hrútsins (sjá frekar fiskinn). Frekja er í eðli hrúta, ójá. Rollur segja Meeee. Hrútar segja Meeeeeessaðu EKKI í mér.. og þú ættir að sleppa því ! .. hornin geta meitt. Allir hrútar eru ýtnir og halda að þeir viti allt betur en aðrir og þeir ryðjast alltaf á undan í röð.. tramp tramp, skvamp og ýt ýt, komast áfram, vera fyrstir - jebb, það er best að koma sér bara úr veginum. Hrútsmerkið stjórnast af Mars, sem er guð af “Ég vinn, þú tapar”-heimspekinni.

Nautið er karlkyns belja, ég meina þá auðvitað naut. Beljur gefa manni mjólk, naut gefa manni ósköp fátt nema kannski blakandi nasavængi og hvöss
ég-rek-þau-í-gegnum-þig horn. Nautin taka það sem þau vilja, þegar þau vilja það - matinn þinn, uppáhaldsstólinn þinn, tíma þinn, orku þína, peningana þína, dótið þitt - þau eiga þetta allt og mega allt. Nautin fljóta í gegnum lífið og éta allt sem á vegi þeirra verður. Sjálfselsku ónytjungar! Nautsmerkið stjórnast af Venus sem er gyðja dóts og fjármuna.

Tvíburarnir eru alltaf kleyfhuga geðsjúklingar. Þeir geta ekki staðið kjurrir í eina mínútu og svo ljúga þeir stöðugt ! Fljóthuga, óákveðnir, flöktandi og algerlega gersamlega klikkaðir. Ekki umgangast tvíbura til lengdar nema þú viljir endileg verða geðveikur. Hann elskar mig, hann elskar mig ekki, hún elskar mig, hún elskar mig ekki. Þú munt aldrei vita rétta svarið. Tvíburamerkið stjórnast af Merkúr, guði geðsjúkra hugarleikja

Krabbamerkið er krabbi og það er ekkert flókið. Röfl, væl og kvartanir,
endalaus fyrirtíðaspenna, hvort sem um er að ræða karlkrabba
eða konudýr. Einstaka sinnum þegar tunglið er í réttri stöðu verður krabbinn
öskrandi geðveikur. Það er eina hvíldin frá endalausu vælinu í honum.
Ekkert er nógu gott, enginn hjálpar nógu mikið til, þú borðar ekki nógu vel, bla bla
bla. Það er ekki hægt að þóknast þessu liði. Eina lausnin er að stinga þeim ofan í
í brennheitt vatn og sjóða þá í potti. Krabbamerkið stjórnast af hinu spúkí tungli og hinum villtu, vanþakklátu sjávarföllum.

Ljón eru einfaldlega villidýr. Ljón spranga um eins og herrar og ungfrýr fullkomin, alveg eins og heimiliskötturinn þinn. Ég meina, líttu á köttinn þinn - til hvers eru kettir eiginlega ? “Gefðu mér að borða. Sjáðu á mér hárið. Er ég ekki fullkomin ? Klappaðu mér, dáðstu að mér, leiktu við mig - farðu svo” - hvæs, klór. Þau leika ekki listir, gera ekki það sem þú segir þeim og þau fara úr hárum. Það er allt og sumt. Ljónsmerkinu er stjórnað af sólinni, hr. Geisla sjálfum.

Meyjur eru ekki skemmtilegar. Þær eru hreinar og fölskvalausar og mjöööög
smámunasamar. Ekkert og enginn er nógu góður fyrir Meyju. Þær stara á þig
með borandi augnaráði, og muna alla þína veikleika og galla. Þær þykjast
vera vinir þínir og hjálpa þér en allan tímann eru þær flissandi og hlæjandi bakvið þig. Ekki treysta þeim í eina mínútu ! Meyjan stjórnast af Merkúr sem er guð ofurjafnvægis.

Fólk í voginni er alltaf allt úr jafnvægi. Þær reyna og reyna að gera
hlutina rétt en þeim tekst það aldrei. Þær bæta smá öðru megin á vigtina,
pínu hinum megin og aðeins í viðbót þangað til að þær eiga svo mikið af
drasli að þær verða að halda bílskúrssölu eða leigja bás í Kolaportinu.
En það gera þær auðvitað aldrei og þær vilja alltaf aðeins meira. Meiri ást,
meiri skartgripi, meira gaman, meiri peninga, meiri fegurð, fleiri vini bla bla bla…
Vogin stjórnast af Venus - sem er gyðja fegurðar sem á fullt af frábæru dóti.

Sporðdrekamerkið er vondur, stingandi sporðdreki, eitrað meindýr,
undirförult og hættulegt sníkjudýr myrkursins. ALDREI treysta sporðdreka.
Sporðdrekar treysta þér ekki og þeir drepa þig án þess að hugsa sig um tvisvar. Ef þú ferð vel með þá gætu þeir
hugsanlega orðið þokkaleg gæludýr - ef þeir eru í búri auðvitað. Sporðdrekinn læðist um allt óséður, kemst inn í hugsanir þínar og drauma og stelur þeim eins og þjófur um nótt. Ertu ekki hrædd(ur)? Sporðdrekinn stjórnast af Plútó sem er guð
kjarnorkusprengjunnar.

Bogmaðurinn er sjálfhverfur, trampandi og hneggjandi hestur. Forðaðu þér af á leiðinni því flest allir Bogmenn eru með augnskjól svo að þeir geta ekki horft til hliðanna og sjá ekkert yfir hvað þeir eru að koma sér í. Þeir segja líka alltaf nákvæmlega það versta sem hægt er að segja í stöðunni einsog; “hei-þú ert miklu ellilegri og feitari en síðast þegar ég sá þig” eða “hvað er þetta eiginlega þarna framan í þér?” Þetta er ekki hreinskilni, þetta er bara grimmd. Bogmannsmerkinu er stjórnað af Júpiter, hinum upphaflega sá-sem-allt-veit-best !

Steingeitin er geit. Leiðinda frek steingeit. Svona geit sem lítur út fyrir að vera gömul og svikul. Þeir hengslast upp fjallið jájá, með öllum þeim undirföru og andstyggilegu trikkum sem þeim dettur í hug. Og svo eru þær með uppkrulluð horn, alveg eins og djöfullinn sjálfur. Steingeitur nota og misnota þig á alla mögulega vegu til þess að fá sínu framgengt. Þeim er alveg sama þótt þær þurfi að éta sorp eða þótt það taki óralangan tíma, þær skulu bara ná sínu fram. Steingeitin stjórnast af Satúrnusi, hinni eilífu föðurímynd.

Vatnsberinn er villtur vatnastrákur eða stelpa. Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaust fólk. Þeir hafa einungis eina reglu; ef það er gott, þá gera þeir það. Vatnsberar eru alltaf með flókin og greindarleg plön í gangi sem þeir síðan hlaupa frá án þess að
hugsa sig um tvisvar. Þeir segja þér eitt og láta síðan einhverja fáránlega
hugmynd teyma þá alveg til Timbúktú. Ekki einu sinni láta þér detta í hug að reyna að fylgja Vatnsbera eftir, þetta er blautt, sleipt og geðveikt lið. Vatnsberinn stjórnast af Úranus, guði eldinga, rafmagns og hjólreiðamanna.

Fiskamerkið … hmm, fiskur ? Eða, eiginlega tveir fiskar að synda í gagnstæða átt- alltaf týndir. Fólk í fiskamerkinu lifir í stöðugum ótta vegna þess þeir vita að hættulegar fiskaætur leynast alls staðar … fylgist bara með því hvernig þeir skjótast um, snarruglaðir og illa fyrirkallaðir. Fiskar geta ekki verið á beinu brautinni í tvær sekúndur og þú þarft ekki annað en að henda út gómsætri beitu þá eru Fiskarnir mættir á sekúndubroti, tilbúnir að bíta á agnið. Auðveldir þessir Fiskar nefnilega
(eiginlega eins og rollur), Fiskarnir stjórnast af Neptúnusi, guði friðar, ástar og
ruglings.
No guts, no glory