Nokkrir brandarar Hefurðu heyrt um …..
-tannsmiðinn sem gómaði innbrotsþjóf?
-sundkennarann sem hrökk í kút?
-öskukarlinn sem var alveg í rusli?
-sunddrottninguna sem klóraði í bakkan?
-dekkjaviðgerðarmanninn sem var svo hjólbeinóttur?
-smiðinn sem þoldi ekki við?
-tannlækninn sem reif kjaft?
-kokkinn sem datt í lukkupottinn?
-kúasmalann sem hafði allt á hornum sér?
-dýralækninn sem fór í hundana?

___________________________________________________________________


-Varst það þú sem bjargaðir dóttur minni úr tjörninni?
-Já.
-Hvar er húfan hennar?

_____________________________________________________________ ______


Maður nokkur kom að máli við prest og bað hann um að skíra fyrir sig.Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem maðurinn kom til
þessara erinda, því að presturinn hafði áður skírt fyrir þau ellefu börn. Og þar sem hjónin voru fátæk af veraldlegum auði, fannst prestinum ekki óviðeigandi að segja:
Jæja, tólf börn. Ætlið þið ekki að láta hér staðar numið?
Maðurinn tók ekki undir það og svaraði:
Er það ekki rétt hjá mér, að í biblíunni standi einhvers staðar:
VERIÐ FRÓSÖM OG UPPFYLLIÐ JÖRÐINA?
Jú það er rétt, svaraði presturinn , en það stendur hvergi að þið hjónin eigið að gera það ein.