Hér koma nokkrir góðir/vondir (ég veit ekki hvað fólki finnst).

Kennarinn: „Af hverju göngum við í skóla, Júlli minn?“
Júlli: „Ég var einmitt að pæla í þessu líka.”

Pabbinn: „Og hvað lærðuð þið í efnafræði í dag, Kalli minn?“
Kalli: „Að búa til sprengjur.”
Pabbinn: „Nú, og hvað ætlið þið að læra á morgun í skólanum?“
Kalli: „Í hvaða skóla?”

Blaðamaður tók viðtal við fanga sem nýlega hafði losnað úr
fangelsi.
Blaðamaðurinn: „Og fenguð þið að hlusta á útvarp í fangelsinu?“
Fanginn: „Bara rás 1.”
Blaðamaðurinn: „Nú?“
Fanginn: „Það var hluti af refsingunni.”

Maður einn, sem staddur var á uppboði, fékk ágirnd á páfagauki er
selja átti og hóf að bjóða í fuglinn. Boðið var á móti honum og
varð maðurinn því oft að hækka boð sitt áður en páfagaukurinn var
sleginn honum.
„Getur hann talað?“ spurði hinn nýji eigandi um leið og hann tók
við honum.
„Hvort hann getur!” svaraði uppboðshaldarinn glottandi. „Það var
hann sem var að bjóða á móti þér allan tímann.“

Pálmar gamli var eitt sinn á rölti niður laugarveginn þegar
blómapottur, úr stofuglugga á þriðju hæð, féll ofan á höfuðið á
honum með þeim afleiðingum að gamli maðurinn dó. Í
jarðarfarartilkynningunni stóð, að blóm væru með öllu afþökkuð.

„Þjónn! Hví styður þú við buffið mitt með þumalfingrinum?”
„Svo ég missi það ekki aftur í gólfið."