Dalalíf(reynslusaga) Þar sem losi var að tala um að það vantaði reynslu sögur hérna þá ákvað ég að ríða á vaðið(hann var nú bannaður vegna greinar sem ég skrifaði, þó ekki mín sök.

Málið er að ég er golfari og bý á sumrin í Hveragerði og þar er golfvöllur upp í dalnum fyrir ofan bæinn. Eitt sumarið var ég að vinna við smíðar hjá einum forföllnum golfara og fékk golfklúbburinn þetta sumar nokkuð mörg tré að gjöf. Ég var lánaður í þá vinna að taka upp trén og fara með þau upp í “dal” með þau. Málið er við fórum tveir á vörubíl og ætlaði yfirmaður stráksins sem keyrði að fara á bobcat upp í “dal”. Tek fram að ég er oft utan við mig!! Allt í lagi með það. Við lögðum á stað og fór drengurinn með mig á smá flakk. Ók áleiðis til Selfoss, hélt að við værum að fara að sækja áburð fyrir trén. Við Selfoss beygði hann við afleggjarann og fór þá að renna á mig tvær grímur en hélt mér þó saman. Strákurinn fór nú að tala um hve skrítið það væri hve fljótur yfirmaður var í förum, skildi ekki hvað hann var að fara þá. Er við vorum kominn á Laugarvatn beygði hann inn að golfvellinum í Miðdal og þá loksins uppgötvaði ég hvað var að gerast, drengurinn sem keyrði hélt þá að yfirmaðurinn sinn hefði ætlað að keyra bobcatinn upp í miðdal en auðvitað átti hann við upp í dal fyrir ofan Hveragerði!!!

Smá upplýsingar fyrir þá sem ekki hafa skilið þetta og eru ekki góðir í landafræði. Það tekur mann 45 mín að keyra á 90 upp á Laugarvatn frá Hveragerði, ímyndið ykkur hvað það tekur á Bobcat sem fer lítið hraða en gangandi maður!!!!

Og já ég er vitlaus og oft gífurlega seinn að fatta.