Þetta er ekki beint brandari, heldur sönn saga sem gerðist einu sinni í Bandaríkjunum :) Alveg satt!

Það voru 3 bófar sem ætluðu að ræna banka, en þegar þeir voru komnir að snúningsdyrunum í andyrinu, föttuðu þeir að þeir höfðu gleymt bæði byssunum sínum og grímunum. Þeir ákváðu nú samt að reyna og hlupu inn…en festust í snúningsdyrunum! Þá kom gjaldgeri hlaupandi til þeirra, sem hélt náttúrulega að þetta væru venjulegar kúnnar, og hjálpaði þeim út. Skömmustulegir fór þeir út.

En þeir gáfust ekki upp! Eftir smátíma ruku þeir aftur inn og báðu um eina milljón (í íslenskum krónum). Gjaldkerinn sem hafði hjálpað þeim rak þá upp í skellihlátur, hélt bara að þetta væri grín hjá sömu kúnnunum og hann hefði hjálpað áðan! Þeir héldu bara að það væri alltof mikið og báðu þá um 100.000 kr í staðinn, en þá hlógu allir ennþá meira. Þá lækkuðu þeir sig þá niður í 10.000 og enn stóð hláturinn.

Þá varð einn bófinn svo pirraður að hann hljóp að borði gjaldkerans, ætlaði að stökkva yfir það, en þá datt hann harkalega og fótbraut sig! Hinir tveir gjersamlega panikuðu og hlupu út úr bankanum , en festust þá aftur í snúningsdyrunum!! XD

Þetta er alveg satt, pæliði í þessu!! Þvílíkir “bófar” :D