BÆN

Það er vor
Ég er í sjöunda himni
Helgin er fyrir stafni, búinn að fara í ríkið
Veðrið er æði, sólin skín
hvergi ský á himni
Búinn að panta súpu og brauð
og búinn að borga allar mínar skuldir
svo sem enginn ósköp sem ég á að skuldunautum
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum
Því að þetta er lífið
náttúran og dýrðin
að eilífu
Gaman!