Hér koma bestu barna brandararnir (sem ég veit um eða þannig):

,,Ég átti að skila til þín kveðju frá Elliða. Þið voruð víst saman
í bekk í barnaskóla, “ sagði ung stúlka við afa sinn. ,,Elliða,
hvaða Elliða” ,,Æ, hann er dálítið feitur og skölóttur.“,,Það var
enginn skölóttur með mér í barnaskóla.”

Pabinn: ,,Jæja, Örn minn, nú er ég búinn að útskýra þeta með blómin
og býflugurnar og því ættirðu að vita hvað varð þess valdandi að
kisa át kettlingana.“ Örn: ,,Já, það var býfluga sem stakk hana.”

Búktalari nokkur sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað
einum í Kópavogi og skemmti viðstöddum með Hafnfirðingabröndurum.
Er hann hafði sgt nokkra slíka brandara steig stór og illilegur
maður fram á gólfið, benti í áttina til hans og sagði reiðilega:
,,Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur Hafnfirðinga.“
,,Fyrirgefðu,”svaraði búktalarinn hissa, ,,en þetta eru nú bara..“
,,Ég er ekki að tala við þig,” greip Hafnfirðingurinn fram í,
,,heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu."

Kem kannski með fleyri sein