Sælir nú.

Hefurðu áhuga á að gerast stjórnandi á einu virkasta áhugamáli Huga? Ef svo, lestu áfram.

Húmor hefur lengi vel verið með stærstu áhugamálum vefsins, en undanfarna mánuði hefur það farið dalandi. Ástæðan fyrir þessu er einföld, stjórnendur þurfa að spýta í lófana. En, sumarið er oft tími þar sem Hugi fær ekki þá ást sem hann þarf. Því auglýsi ég eftir nýjum, virkum og awesome stjórnanda.

Hvaða kröfur þarftu að uppfylla?

Þarft að vera 16 ára.
Mátt ekki taka þig of alvarlega.
Þarft að vera virkur á /húmor.
Þarft að vera virkur á Huga.
Þarft að hafa áhuga á að taka þátt í stjórn huga.

HTML kunnátta er æskileg.

Okay, þetta er ég, hvað geri ég næst?

Þú sendir inn umsókn! Vandaðu þig þegar þú fyllir út reitina og taktu þér tíma. Ég horfi á þetta eins og starfssamning. Ég vil vita hvað þú ætlar þér að gera. Set það skilyrði að þú komir fram með góðar hugmyndir og standir við þær.

Ætlarðu að halda keppni? Segðu mér hvernig keppni þú ætlar að halda.

Ætlarðu að stokka upp í áhugamálinu? Segðu mér hverju þú ætlar að stokka upp.

Ætlarðu að koma með miklar breytingar? Segðu mér hverju þú ætlar að breyta.

Stjórnandi verður svo valinn af mér og samstjórnendum mínum. Það koma allir til greina ef þið vandið ykkur.

Sumarkveðja,

Steini

P.s. “Afhverju er þetta grein Steini? Ertu stigahóra?” Já, ég er ótrúleg stigahóra (frír sími ef þú færð 10.000 stig). Síðan hefur tilkynningakubburinn okkar ekki verið virkur í langan tíma og myndi eflaust ekki nappa mikla athygli.

P.s. 2.0 - Ef þið hafið einhverjar spurningar, skjótið á mig PM eða spyrjið hér!