Maður gengur inn á bar með lítinn hest undir annarri hendinni
og tóma glerkrukku undir hinni. Hann sest við barborðið og lætur
hestinn og krukkuna uppá borðið. Barþjónninn horfir á hestinn sem hleypur um á borðinu, og svo á krukkuna. Barþjónninn spyr hvað
maðurinn sé að gera með tóma glerkrukku. Maðurinn segir að þetta
sé töfrakrukka, að það sé andi í krukkunni sem uppfyllir eina ósk.
Barþjónninn tekur upp krukkuna og opnar hana, og upp kemur andinn.
Þú opnaðir krukkuna og færð því eina ósk sagði andinn. Þá segir barþjónninn að hann vilji að vasar hans fyllist að peningum, allt í lagi segir andinn og smellir fingri og hverfur. í sömu andrá fyllast vasarnir hjá barþjóninum, en af teningum. Þá segir barþjónninn við manninn, hvað er þetta eiginlega ég bað um peninga en fékk bara teninga, þetta er svindl. Þá segir maðurinn heldur þú að ég hafi beðið um 30 sm trippi