Lögfræðingur og ljóska sátu
hlið vð hlið í flugvél frá Keflavík til New York. Lögfræðingurinn hallaði sér að ljóskunni og spurði hvort hún væri til í að fara í skemmtilegan leik. Ljóskan var syfjuð og neitaði kurteislega um leið og hún hallaði sér út að glugga til að fá sér blund. Lögfræðingurinn gaf sig ekki og sagði ljóskunni að leikurinn væri bæði auðveldur og skemmtilegur . “Við spyrjum hvort annað spurninga og ef við vitum ekki svarið þá þurfum við að borga hinu 500 krónur.” Aftur neitar ljósan kurteislega og gerir tilraun til að fá sér blund. Lögfræðingurinn er nú orðinn nokkuð pirraður á áhugaleysi ljóskunnar og segir:“Allt í lagi. Ef þú veist ekki svarið þá borgar þú mér 500 krónur, en ef ég veit ekki svarið þá borga ég þér 5000 krónur” og hugsar með sér um leið að fyrst að þetta sé ljóska þá sé honum örugglega óhættað bjóða þetta, hann muni hvort eð er hafa sigur. Þetta tilboð nær athygli ljóskunnar og hún samþykkir að taka þátt í leiknum, enda muni hún annars ekki fá neinn frið frá lögræðingnum. Lögfræðingurinn spyr fyrstu spurningarinnar. “Hver er fjarlægðin frá jörðu til tunglsins ?”
Ljóskan steinþegir, fer í veskið sitt og nær í 500 kr. seðil og réttir lögfræðingnum. Nú er komið að ljóskunni og hún spyr lögfræðinginn: “Hvað gengur upp hæð á þremur fótum, og kemur niður á fjórum ?” Lögfræðingurinn horfir á hana undrandi. Tekur fram
ferðatölvuna sína og leitar í öllum gögnum þar, en finnur ekkert.
Hann tengir sig flugvélasímanum um módem og leitar um allt netið,
en finnur ekkert svar. Hann sendir öllum vinum og kunningjum tölvupóst en allt fer á sömu leið. Rúmlega klukkustund líður og hann endar á því að vekja ljóskuna og rétta henni 5000 kr. seðil.
Ljóskan tekur við honum og hallar sér aftur. Lögfræðingurinn vill ekki þar við sitja, vekur ljóskuna aftur og spyr hana hvert svarið
sé. Án þess að segja orð fer ljóskan í veskið sitt og réttir honum 500 kr. seðil.
Listen Bender, where's your bathroom?