3 menn sátu á bekk fyrir framan Gullna hliðið og Gabríel erkiengill sagði:„Ja, það er eiginlega allt fullt hér í himnaríki og aðeins einn ykkar kemst inn og ég hef ákveðið hvernig það verður valið“ sagði hann og bætti við„sá sem dó sársaukafyllsta dauðdaganum fer inn!
Sá fyrsti byrjaði:
„Sko, ég var bara að gera morgunleikfimina upp á svölum á efstu hæð í blokk, heima hjá mér þegar ég dett allt í einu niður og rétt næ að grípa í sylluna á svölunum hjá nágranna mínum fyrir neðan. Ég stundi af feginleika þegar að ég sá að hann var úti á á svölum og hann myndi bjarga mér og allt yrði íkei. En svo var ekki. Hann byrjaði að traðka á fingrunum á mér svo að ég datt niður og fótbrotnaði sennilega á báðum fótum og fannst ég vera heppinn að lifa en svo fékk ég ísskáp ofan á mig og kramdist og dó.
Þegar Gabríel erkiengill hafði hleypt honum inn sagði hann:„Jæja, þú verður að hafa soldið sársaukafullan dauðdaga til að fá að fara inn, annars lyftuna til helju“
Hann byrjaði:
„Ég var nývaknaður og sá að konan mín var ekki heima, eins og vanalega; ég veit aldrei hvar hún er. En ég sá að það var sólríkur sumarmorgunn og ég ákvað að fá mér eitthvern hressandi drykk og drekka hann úti á svölum en þegar ég opnaði ísskápinn var þar maður, og ég taldi að hann væri að halda framhjá með konunni minni svo ég tók hann út úr ísskápnum og kastaði honum niður af næsthæðstu hæð en svo sá ég hann hanga í syllunni á svölunum svo að ég byrjaði að traðka á fingrum hans og þegar hann datt kastaði ég ísskápnum á eftir honum. Svo fékk ég hjartaáfall vegna þess að ég drap mann og dó.
Hann fékk að fara inn.
Gabríel erkiengill sagði við þann þriðja:„Þú þarft að hafa klikkað sársaukafullan dauðdaga til að fara inn enn lát heyr“
Hann byrjaði á þessum nótum:
„Þetta byrjaði með því að ég vara að fela mig inni í ísskáp…“