Bóndi nokkur fer í dagsferð til borgarinnar
og fær sér leigubíl. Bílstjórinn svona sér og heyrir
á manninum að hér sé heimskur sveitalubbi á ferð.
svo hann ákveður aðeins að gantast með hann og keyrir bílnum
í átt að skokkara á gangstétt nokkurn spöl frá og beygir
frá á síðustu stundu og segir “neii arr missti af honum”.
svo þegar kallinn er búinn að gera þetta nokkru sinnum að sveigja frá gangandi vegfarendum svona fer bóndanum ekkert að lítast á blikuna og spyr manninn hvað hann sé að gera, þá segir hann honum að þetta sé svona nokkurskonar sport hjá leigubílsstjórum að reyna að keyra niður sem flesta sem á vegi þeirra verða. bóndinn trúir því enda naut heimskur og bílstjórinn heldur þessu áfram í einhvern tíma þar til á endanum sveigir (vel) hann framhjá manni á hjóli en finnur samt þungt högg koma á bílinn
og bóndinn segir við hann úr aftursætinu “þetta reddaðist ég náði honum með hurðinni.”
.