Þetta gerðist í Kabúl höfuðborg Afganisthan. Það var evrópuleikur í knattspyrnu þarna. Einhvað lið frá Afganistahan gegn liði frá Englandi. Fótboltabullurnar frá Englandi voru á leiknum og enska liðið hafði sigur úr býtum. Eftir leikinn var farið út að skemmta sér eins og enskar fótboltabullur eru þekktar fyrir….:)
Voru þeir komnir þrír saman ofurölvi út á götu þegar Lögreglan í Kabúl kom þarna og bað þá um að koma með sér vegna ölvunar á allmannafæri. Þeir hlýddu þessu og komu fyrir rétt daginn eftir.
Dómarinn sagði við 1. fótboltabulluna ; “Varst þú drukkinn á allmannafæri í gær og með óspektir?”, og hann svaraði því játandi.
Dómarinn sagði þá, “með hvaða liði í Englandi heldur þú!”, hann svaraði; “ég held með Tottenham!”
Dómarinn; “já,já….ég dæmi þig í 20 hýðingar með svipu!”
Fótboltabulla 1: “má ég fá kodda til að verja bakið?”
Dómarinn; “já, ætli það ekki.”

Svo var hann laminn í bakið og eftir 10 hýðingar í bakið var svipan farin í gegn um koddan og seinustu 10 fóru beint á hann..

Önnur fótboltabullan kom svo til dómarans:
Dómarinn; “Varst þú drukkinn á allmannafæri í gær og með óspektir?”, og hann svaraði því játandi.
Dómarinn sagði þá, “með hvaða liði í Englandi heldur þú!”, hann svaraði; “ég held með Manchester United!”
Dómarinn; “já,já….ég dæmi þig í 20 hýðingar með svipu!”
Fótboltabulla 2: “má ég fá 2 kodda til að verja bakið?”
Dómarinn; “já, ætli það ekki.”

Svo var hann laminn í bakið og kom meiðslalaust útúr því….

Þriðja fótboltabullan kom svo til dómarans:
“Varst þú drukkinn á allmannafæri í gær og með óspektir?”, og hann svaraði því játandi.
Dómarinn sagði þá, “með hvaða liði í Englandi heldur þú!”, hann svaraði; “ég held með Liverpool!”
Dómarinn; “já,já….ég dæmi þig í 20 hýðingar með svipu eins og hina!”
Fótboltabulla 3: “má ég fá einhvað til að verja bakið?”
Dómarinn; “já, ætli það ekki.”
Fótboltabulla 3: “ég vill fá man utd. manninn á bakið á mér og ég vill að þið aukið hýðingarnar um 300 skipti!”