Eins og allir vita þá var golfið fundið upp í Skotlandi og er þetta saga af skoskum prest.
Þetta var einn sunnudagsmorguninn er presturinn leit út og sá hve dýrindis veður var úti. Hugsaði hann sér gott til glóðarinnar að geta nú loksins tekið hring eftir langa rigningartíð. Presturinn boðaði forföll vegna veikinda fór á völlinn. Uppi á himnu var Gabríel erkiengill að fylgjast með og sá hvað fór fram og kallaði á guð og spurði hvort hann ætlaði ekki að refsa prestinum. Jú jú sagði gvuð. Er presturinn kom að lengstu brautinni á vellinum (par 5) tók hann upp driverinn og tók höggið. Úff kúlann stefndi út af en þar fór hún af staur og þaðan af stein á brú svo inn á flötina og rúllaði ofan í. Hola í höggi!! Nú varð Gabríel hissa og spurði guð hvers konar refsing væri þetta. Guð brosti og sagði nú presturinn hefur tekið eitt ótrúlegasta högg á ævinni og getur engum sagt frá því.