Sælir ágætu notendur.

Við stjórnendur áhugamálsins höfum ákveðið að setja í gang smá keppni. Þið kannist örugglega flest við demotivational (óhvetjandi, niðurdrepandi) myndir, ef ekki, lesið ykkur til um þær hér, en athugið að það sem við leitum eftir er akkúrat öfugt við þetta.

Reglurnar eru einfaldar. Þið þekkið efnið sem við höfum hleypt hingað inn á áhugamálið, sumt hérna er nokkuð gróft - en við setjum þó takmörk. Notendur áhugamálsins eru á öllum aldri og því skulum við hafa þetta þannig að þeir yngri fái ekki áfall hérna inni (ólíklegt, en þó). Bottomlænið er, ef þið haldið að það sé of gróft, þá er það líklegast of gróft. Ef þið eruð í frekari vafa, hafið samband við mig eða Occult.

Ef þið eruð líka í vafa um hvernig á að búa til þessar myndir, þá getið þið notað forrit á borð við Photoshop. Þó er lang auðveldast að nota þessa vefsíðu.

Keppnin byrjar á morgun (Þriðjudaginn 26. ágúst), en þið megið byrja að senda inn myndir núna. Við viljum benda notendum á að þið fáið bara að senda inn þrjár myndir. Myndirnar verða samþykktar um leið og þær berast og munu þær fá forgang á aðrar myndir (aðrar myndir munu þurfa að bíða þar til í næstu viku, en þetta gæti breyst ef áhugi á keppninni er ekki mikill). Keppnin stendur í viku og það kemur vonandi könnun næsta þriðjudag eða miðvikudag.

Ef þið hafið eitthverjar spurningar, spyrjið hér eða í einkapósti til stjórnanda.

Kveðja,

Occult og Steini.