Ég hef ekkert á móti því að fólk copy/paste brandara sem það hefur lesið á netinu og finnst fyndnir en það mætti hins vegar laga þá þannig að það komi ekki bara eitt til tvö orð í hverja línu. Ég get ekki ímyndað mér að margir nenni að lesa brandara sem ætti eðlilega að komast fyrir í 7-8 línum en er hins vegar dreift á 20-30 línur. Margir af þessum bröndurum eru mjög fyndnir en þeir missa samt sem áður sjarmann við þessa teygingu. Þetta er svipað og að heyra einhvern segja brandara sem skýtur öðru hvoru inn orðunum: “Nei þetta var ekki alveg svona, hvernig var þetta aftur, já alveg rétt…” Tökum okkur nú saman og vöndum okkur aðeins við greinarnar sem við sendum inn.
kv.