Hulda þurfti að skipta brjóstahaldara sem hún hafði keypt fyrir jól og fór í Hagkaup til að skipta honum. Það var áliðið og einu afgreiðslumennirnir við skiptikassann voru tveir táningspiltar í aukavinnu í jólafríinu sínu. Dæmigerðir unglingar, bólur, fitugt hár, annar um einn og fimmtíu á hæð og einn og fimmtú á breidd, hinn um tveir og tíu á hæð, en mjör eins og stöng.

Þegar Hulda, þessi íturvaxna snót rétti þeim brjóstahaldara, þá þurftu þeir ekki meira kaup þann daginn.

„Ummm, haddna,“ sagði sá stutti, feiti (á meðan hinn flissaði óstjórnlega á bakvið hann og sýndi allt rauða litrófið á andlitinu og hálsinum), „við þurfum að spurja þig nokkurra spurninga fyrst. Í fyrsta lagi, fórstu nokkuð . . . þú veist, haddna . . . notaðir þú hann?“

„Já.“

Sá hávaxni var nú kominn með haldarann í hendurnar (klappaði honum ástúðlega, raunar) og þegar hann komst að því að það höfðu verið alvöru brjóst Í haldaranum, þá tók hann að skjálfa og slefa og um leið og sá feiti reif haldarann af honum, þá settist hann dreyminn á stól bakvið afgreiðsluborðið og hallaði sér framávið.

Sá feiti steig fram fyrir vin sinn og félaga og sagði (í gegnum stöðuvatn af slefi) „Svo, ummm, þessi, hadna . . . var í alvöru á . . . ummm, haddna. . . brjó . . . þú veist . . . á þér? Ha?“

„Já,“

„Og, haddna, . . . hvað viltu fá fyrir hann?“
******************************************************************************************