Hulda var orðin frekar pirruð á því að Engel var næstum á hverju kvöldi á hverfiskránni sinni að drekka og skemmta sér með vinum sínum, svo að kvöl eitt, þá tók Engel hana með.

„Hvað viltu drekka?“ spurði Engel.

„Það veit ég ekki,“ sagði Hulda. „Bara það sama og þú.“

Engel pantaði tvö glös af amerískum burbon og þegar barþjóninn kom með þau, þá skellti Engel í sig úr sínu glasi, hratt og örugglega. Hulda horfði undrandi á þessar aðfarir, en tók síðan sopa af sínu glasi. Húnn var fljót að spíta því út úr sér aftur.

„Ój-bara, þetta er ógeðslegt! Ég skil ekki hvernig þú getur drukkið þennan viðbjóð.“

„Sko, þarna sérðu!“ sagði Engel. „Og þú sem heldur að ég sé að skemmta mér hérna öll kvöld!“
******************************************************************************************