1) Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur áfengi.


2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu
leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar mest til
að berja þig.

3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú “þegir þlutina þvona”.

4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að
fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni.

5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki
hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar séu niðurkomnar.

6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn
eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta (eitthvað, sem
þú getur ómögulega munað hvað heitir).

7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri,
sterkbyggðari og gáfaðri en þann sem ætlar að berja þig.