Tveir snyrtilega klæddir trúboðar frá sértrúarsöfnuði bönkuðu dag einn uppá hjá Möggu og Jónasi og Magga fór til dyra. Þeir byrjuðu að bjóða henni góðan daginn á brotinni íslensku, en hún tók fram í fyrir þeim, sagði þeim að hún „vildi ekkert andskotans trúboð hér!“ og skellti hurðinni á þá.

Magga varð ekki lítið hissa þegar hurðin spratt upp aftur og dyrnar stóðu opnar.

Hún reyndi aftur, lagðist verulega þungt á hurðina og reyndi að loka, en með sama árangri, hurðin skall inn aftur.

Magga var alveg viss um að annar þessara ágengu trúboða væri að reyna að halda dyrunum opnum með því að setja fót á milli stafs og hurðar, svo nú tók hún í hurðina, opnaði hana alveg á gátt og ætlaði að skella henni af fullum þunga á fótinn á manninum.

Þá sagði annar trúboðinn „Ék hild at tú skulir fyrst reyna færa kottinn, já?
******************************************************************************************