Afi Vectros dó og lét eftir sig 100 milljón krónur, sem Vectro fékk næstum óskipt. Í vikunni þar á eftir samþykkti Gunna loks að giftast honum.

Eftir þriggja mánaða hjónabandssælu tók Vectro eftir því að nýja konan hans tók minna og minna eftir honum. Þau fáu skipti sem þau fóru saman í rúmið, þá var Gunna alveg áhugalaus, eða í versta falli kallaði upp nöfn annarra karla.

Í hvert sinn sem þau fóru út saman, þá hunsaði Gunna hann algerlega og daðraði linnulaust við aðra karlmenn. Að lokum var Vectro búinn að fá nóg og ákvað að taka á málinu.

„Gunna!“ sagði hann ákveðinn. „Ég vil fá að vita af hverju í ósköpunum þú giftist mér. Var það bara vegna þess að afi minn lét mér eftir þessa peninga?“

„Láttu ekki eins og asni!“ sagði Gunna. „Það hefði ekki skipt mig neinu máli hver lét þig hafa peningana.
******************************************************************************************