Kvöld eitt ákváðu þeir Jói og Buxur að gista saman hjá Jóa. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir og fóru að klæða sig sagði Jói: “Hey, réttu mér sokka, Buxur.” Buxur rétti Jóa sokka, og svo sagði Jói: “Og mundu svo að fara í galla, Buxur.”
Um daginn ákváðu þeir svo að fara niður í bæ. Þar keypti Buxur sér buxur. Þegar Jói sá buxurnar sem Buxur keypti sagði hann: “Þú hefur aldeilis góðan smekk, Buxur!”
Þegar þeir komu heim sagði Jói: “Ertu ekki til í að koma í sund, Buxur?”
Þessu játaði Buxur og þeir fóru í sund. En á leiðinni í sundið hljóp Buxur út á götu og varð fyrir bíl og dó. Þá sagði Jói: “Þér var nær, Buxur.”
Við útför Buxna sagði presturinn: “Lífið er stutt, Buxur.”