Sjúklingur vitjar læknis og segir farir sínar ekki sléttar. Hann
vanti eyru. Að nú þurfi að græða á hann eyru. Læknir kveðst ekkert
geta gert og sjúklingur gengur lækna á milli án árangurs. Dag einn
fréttir hann af kínverskum galdramanni sem framkvæmt geti allt milli
himins og jarðar. Hann vitjar hans. “Nú er illt í efni. Mig vantar eyru,”
segir sjúklingurinn. “Iss, ekkert mál,” segir læknirinn, “komdu kl. 10
í fyrramálið.” Sjúklingurinn mætir á tilskildum tíma og er þann dag allan
í aðgerð. Daginn eftir, þegar sá sjúki fjarlægir umbúðirnar þykist hann
illa
svikinn og skundar á fund læknis. “Helvítið þitt,” segir sá sjúki “þú
hefir
grætt á mig kvenmannseyru.” “Það skiptir engu máli,” segir læknirinn.
“Skiptir engu máli,” segir sá sjúki “ertu geðveikur? Nú heyri ég allt
en skil ekkert!”