Gamli presturinn bauð unga prestinum í næstu sókn í kvöldmat.
Meðan á máltíðinni stóð tók ungi presturinn eftir því hversu aðlaðandi og indæl ráðskonan var.
Um kvöldið var hann að hugsa um hvort það væri eitthvað á mili þeirra , ráðskonunnar og gamla prestsins.
Gamli presturinn virtist lesa hugsanir hans og segir ég veit hvað þú ert að hugsa um en ég fullvissa þig um að samband mitt við ráðskonuna er ekki líkamlegt.
um það bil viku seinna kemur ráðskonan til gamla prestsins og segir það er skrítið að síðan ungi presturinn kom til kvöldverðar hef ég ekki getað fundið fallegu silfurausuna.
Þú heldur þó ekki að ungi presturinn hafi tekið hana?
Sá gamli segir ég efast um það en ég skal skrifa honum bréf og spyrja hann til að vera viss.
Svo settist hann niður og skrifaði unga prestiunum bréf , Kæri prestur ég er ekki að segja að þú hafir tekið silfurausuna úr húsi mínu en ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið hana.
En staðreyndin er sú að síðan þú varst hérna í mat hefur hún verið tínd.
Nokkrum dögum síðar fékk gamli presturinn bréf frá unga prestinum sem hljóðaði svo : Kæri prestur ég er ekki að segja að þú sofir hjá ráðskonunni þinni en staðreyndin er bara sú að ef þú svæfir í þínu rúmi þá værir þú búinn að finna silfurausuna.!!!!!!!!!!!