Jónas og Guðmundur giftu sig saman og eftir giftinguna fóru bæði brúðhjónin saman í brúðkaupsferð og gistu á sama hótelinu. Rétt áður en þeir fóru upp á herbergi, skruppu þeir félagar á barinn og fengu sér sinn bjórinn hvor.
„Ég skal veðja við þig að ég mun hafa oftar mök við nýju konuna mína í nótt en þú við þína,“ sagði Guðmundur.
„Alls ekki. Ég veða fimmþúsundkalli að konan mín verður fullnægðari en þín í fyrramálið,“ svaraði Jónas.
„Ég tek því,“ sagði Guðmundur. „En hvernig getum við vitað hvor vann?“ spurði hann.
„Ekkert mál,“ sagði Jónas. „Á morgun, þegar við komum niður í morgunmat þá biðjum við um jafn margar sneiðar af ristuðu brauði og við höfðum mök.“

Morguninn eftir komu bæði pörin niður til morgunverðar og báðir brúðgumarnir brostu breitt þegar þjónninn kom til að taka við pöntunum þeirra.
Guðmundur hallaði sér að honum. „Ég ætla að fá enskan morgunmat og SEX sneiðar af ristuðu brauði,“ sagði hann og blikkaði auga til Jónasar.
Jónas hallaði sé að þjóninum og sagði stundarhátt „Ég ætla líka að fá enskan morgunmat og SJÖ sneiðar af ristuðu brauði – og hafðu tvær þeirra vel brúnaðar!“
******************************************************************************************