Magga og Sigfríður hittust í Smáralind um daginn og höfðu þá ekki hist í nokkra áratugi. Þær tóku tal saman og spurðu hvor aðra um lífið og líðanina, eins og gömlum konum er gjarnan títt. Eftir smá tíma spurði Sigfríður „Og hvernig hefur hann Jónas það, blessaður kallinn?“

„Æ, Jónas dó um daginn,“ sagði Magga

„En hvað það var leiðinlegt,“ sagði Sigfríður. „Ég samhryggist þér innilega. Hvernig vildi þetta til?“

„Hann fór út í matjurtagarð,“ sagði Magga, „og ætlaði að sækja einn kálhaus eða svo, en fékk allt í einu hjartaáfall og dó í miðju kálbeðinu.“

„Ja-hérna. Hvað gerðir þú, Magga mín?“

„Ég opnaði bara dós af grænum baunum,“ svaraði Magga.
******************************************************************************************