MATUR OG KYNLÍF

Hvað ef matur væri svæsinn og kynlíf væri allra mál.

Þegar þú hugsar út í það, þá eru bara tveir hlutir sem þú þarfnast til
að búa til fólk. Þú verður að hafa kynlíf og þú verður að hafa mat, það
er allt og sumt. Þú þarfnast hvorki fatnaðar, húsaskjóls eða
sjónvarps. Allt í lagi, kannski sjónvarps, en annars er það kynlíf og
matur. En af einhverjum ástæðum er kynlíf ónefnalegt. Kannski var guð
repúblikani.
Einhver sagði “Allt í lagi, þið viljið fá að fjölga ykkur, gjöriði svo
vel, en bara seint um kvöldin með lokaðar hurðir, kallin ofan á, einu
sinni í viku”, og þannig er það. En ekki bara fáum við að borða
rotnandi hold af öðrum spendýrum, heldur fáum við að gera það um
hábjartan dag og bjóða öllum vinum okkar til þess að horfa á: “Hey,
Siggi, hversvegna kemur þú ekki til okkar á sunnudaginn. Við ætlum að
drepa svín, skera það í bita og éta það. Komdu með krakkana, við munum
hafa heljarinnar fjör.”
Hvernig væri það ef þeir hefðu snúið þessu við? Hvað ef bara fyrir
slembni örlaganna hefði kynlíf verið orðið nefnanlegt og matur orðið
ónefnalegur? Öll menning okkar myndi breytast. Matur myndi vera
blótsyrði.
Súkkulaðirúsínur væru seldar undir borðið á videóleigum.
Þegar fólk yrði fúlt út í þig myndi það hrópa “Haltu kjafti! Farðu í
hamborgara. Éttu samloku bjúgan þín!!!
Töffarar sem væru að mæta þér í bíl myndu sýna þér gaffalinn.
Flassarar myndu vera með pítsur hangandi utan á sér. “Guð minn góður,
það er pepperóní.”
Búningsklefa samtöl myndu breytast til muna. “Hey, hvað komst þú yfir
um þessa helgi?” “Tvo hamborgara og poka af frönskum.”
Hvítlaukur myndi vera ólöglegur í flestöllum fylkjum Suðurríkjanna.
Stórverslanir myndu krefjast persónuskilríkja og setja gjald á
kjötborðið.
Forleikur myndi vera skráð sem valmöguleiki í matseðlum.
Siðferðisdeildir Lögreglunnar myndu stunda árásir á grillveislur. “Allt
í lagi, legðu frá þér kjötið. Bakkaðu frá kótilettunum, herra”
Grænmetisætum myndi vera bannað að gerast kennarar og margar þeirra
myndu flytja til San Fransisco.
Flest allir úthverfaskólar myndu banna matreiðslu sem fag.
Bókstafstrúaðir kristnitrúarmenn myndu gera kjöt og kartöflur að
trúarlegum kenningum.
Foreldrar myndu segja börnunum að hætta að leika sér með matinn sinn
annars myndu þau tapa sjóninni.
Unglingar myndu muna eftir því þegar mamma þeirra kom að þeim þegar þau
voru að marinera í sitt fyrsta skipti.