Maður fer inn á bar og pantar sér þrjá bjóra. Barþjónninn lætur hann fá bjórana. Maðurinn klárar þá og pantar sér aðra þrjá, þá sagði barþjónninn: “Ég veit að þú vilt hafa þá kalda. Þú þarft ekki að panta þrjá í einu. Ég get alltaf strax látið þig fá einn ískaldan.”
Þá sagði maðurinn: “Þú skilur ekki. Ég á tvo bræður, einn í Ástralíu og einn í Bandaríkjunum. Við lofuðum hverjum öðrum að á hverju Laugardagskvöldi myndum við enn hittast og fá okkur bjór. Semsagt við erum núna að drekka saman.” Barþjóninum fannst þetta sniðug hefð.
Hverja einustu viku kom maðurinn og pantaði þrjá bjóra.
En eina vikuna kom hann og pantaði sér bara tvo. Hann drakk þá og pantaði aðra tvo.
Barþjóninn sagði: “Ég veit hvernig þessi hefð er og ég vildi bara segja þér að mér þykir mjög leitt að einn af bræðrum þínum dó.”
Þá sagði maðurinn: “Nei, bræðrum mínum líður ágætlega. Ég var að hætta að drekka.”