Ég fór á bókasafnið áðan og fann skemmtilega brandarabók eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson..
Af því tilefni ákvað ég að koma með nokkra brandara úr bókinni.
Sumir brandararnir er ekki fyrir viðkvæma

Allir krakkarnir náðu prófinu,
nema Sara- hún neitaði að svara.

Allir krakkarnir voru með verk í bakinu,
nema Drífa- hún var með hnífa.

Allir krakkarnir fóru í feluleik,
nema Þór- hann var of stór.

Allir krakkarnir fengu sér tattú,
fyrir utan Finn- hann hafði ekkert skinn.

Allir krakkarnir voru með freknur,
nema Gvendur- hann var með rendur.

Allar stelpurnar voru hreynar meyjar,
nema Fríða- hún nennti ekki að bíða.

Allir krakkarnir kunnu að flauta,
fyrir utan Finn- hann hafði enga kinn.

Allir krakkarnir léku sér með keðjusögina,
nema Marta- hún var komin í parta.

Allir krakkarnir tipluðu á tánum,
nema Snær- hann er ekki með neinar tær.

Allir strákarnir
fóru á kallaklósettið eftir aðgerðina,
fyrir utan Kára- því nú heitir hann Bára.

Öllum krökkunum
var starsýnt út um gluggana á þotunni,
nema Knúti- því hann var úti.

Allir krakkarnir horfðu á örbylgjuofninn,
nema Binni- hann var þar inni.

Allir krakkarnir forðuðust káf kennarans,
fyrir utan Sverri- því hann var perri.

Allir krakkarnir komust yfir laugina,
nema Linda- því hún kunni ekki að synda.

Allir krakkarnir vinkuðu,
nema Gvendur- hann hafði engar hendur.

Allir krakkarnir höfðu hausinn upp úr lauginni,
nema Binni- því hann var aðeins minni.

Allir krakkarnir eru lifandi,
fyrir utan Kötu- hún hafði verið að leika sér úti á götu.

Allir krakkarnir náðu yfir hraðbrautina,
nema Petra- hana vantaði metra.

Allir krakkarnir stoppuðu við hengiflugið,
nema Tindur- hann var blindur.

Allir krakkarnir biðu eftir að bílarnir stoppuðu,
nema Fríða- hún vildi ekki hlýða.

Allir krakkarnir nutu ásta,
nema Kim- hann hafði engan lim.

Allir krakkarnir voru í vatni upp að hálsi,
nema Þór- hann var ekki nógu stór.

Allir krakkarnir voru með reiðhjólahjálma,
nema Þráinn- og nú er hann dáinn.

Allir krakkarnir fóru í bíó,
fyrir utan Lauga- hana vantaði augu.

Allir krakkarnir sluppu úr ljónabúrinu,
nema Teitur- hann var of feitur.

Allir krakkarnir fóru úr lauginni þegar hákarlinn kom,
nema Linda blinda- hún hélt áfram að synda.
Nothing will come from nothing, you know what they say!