tigris88 sótti um starf hjá hátæknifyrirtæki í höfuðstaðnum. Eini maðurinn sem sótti um á móti honum var nýútskrifaður úr skóla og hafði greinilega enga reynslu af einu eða neinu. Ráðamenn fyrirtækisins ákváðu samt að láta báða umsækjendur taka smá próf, svo þeir hefðu eitthvað í höndunum.

Þegar búið var að fara yfir prófið kom í ljós að báðir umsækjendur höfðu svarað öllum spurningum rétt nema einni. Forstjórinn kom til tigris88 og sagði „Þakka þér fyrir að sækja um hjá okkur, en við ætlum að ráða piltinn.“

tigris88: „Af hverju ætlið þið að gera það? Við svöruðum báðir 9 spurningum rétt. Ég hef meiri reynslu en hann og þess vegna ætti ég að fá starfið.“

Forstjóri: „Við tókum þessa ákvörðun með hliðsjón af þeirri spurningu sem þið svöruðuð rangt, ekki þeim sem þið svöruðuð rétt.“

tigris88: „Og hvernig getur eitt rangt svar verið betra en annað?“

Forstjóri: „Það er einfalt. Pilturinn svaraði spurningu 5 með því að skrifa ‚Ég veit það ekki.‘ Þú skrifaðir ‚Ekki ég heldur‘“
******************************************************************************************