-Þegar 20 manna röð er byrjuð að myndast og allir bíða eftir aldraða krónuteljaranum sem fremst/ur er.

-Þegar fólk labbar inn í 10-11 merkta verslun, að 10-11 merktum starfsmanni sem stendur hjá 10-11 merktum kassa(og missir af svona 300 10-11 auglýsingum og merkingum) og spyr: “Hvenær opnar hjá ykkur”

-Þegar vanilludropar eru búnir….. og það eru 2 dagar til jóla.

-Þegar viðskiptavinir telja að það sé persónulegt, ef eitthvað vantar.

-Þegar fólk spyr starfsfólk(rétt eftir vaktskipti) hvort ófitumettað jógúrt án ómegasýra sé til.

-eitt orð: Sérþarfi