Þrjár systur, 92 ára, 94 ára og 96 ára búa saman í litlu húsi.
Eitt kvöldið lætur sú 96 ára renna í bað. Hún setur annan fótinn
ofan í baðið þegar hún hinkrar við og kallar niður “Stelpur var
ég að fara OFAN í baðið eða var ég koma ÚR því ”??
Sú sem var á 95. ári kallar til baka “ Það veit ég ekki,ég skal
bara koma upp og athuga málið”. Síðan byrjar hún að ganga
upp stigann, hinkrar við og kallar“ Heyriði stelpur, var ég að
fara upp eða var ég að koma niður”???
Sú sem var á 93.aldursári situr og drekkur te við eldúsborðið og er
að fylgjast með samræðum systra sinna. Það hnussar í henni og hún
hristir hneyksluð höfuðið um leið og hún segir við sjálfa sig.
“Ég ætla nú bara rétt að vona að ég verði aldrei svona agalega
gleymin eins og þær systur mínar”. Síðan bankar hún undir borðið
og segir: “Sjö,níu,þrettán”.
Hún kallar svo til systra sinna "Verið rólegar ég skal koma upp og
hjálpa ykkur við að leysa úr þessu þegar ég er búin að athuga hver er
að banka á dyrnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!