Jónas var góður og guðhræddur maður, svo að þegar hann dó, þá fór hann til himna og Guð sjálfur tók á móti honum við Gullna hliðið.
“Ertu svangur Jónas?” spurði Herrann.
“Ég gæti alveg borðað,” sagði Jónas.
Drottinn tók þá upp dós af túnfiski og opnaði hana og síðan skiptust þeir á að fá sér úr dósinni. Á meðan hann tók þátt í þessari látlausu máltíð, þá varð Jónasi litið niður til Heljar og þar sá hann að þeir sem þar dvöldu sátu að sumbli miklu, átu stærðar steikur, fugla af ýmsu tagi og grænmeti af öllum gerðum.
Og með þessu drukku þeir ómælt vodka. Daginn eftir spurði Guð Jónas aftur hvort hann væri svangur.
“Ég myndi nú ekki afþakka neitt,” sagði Jónas og aftur opnaði Guð dós af túnfiski. Á meðan tók Jónas eftir því að í Neðra átu
menn kavíar, kampavín, glóðarsteikt lambalæri, koníak og súkkulaði.
Þriðja daginn kom matmálstími og enn opnaði Drottinn dós af túnfiski.
Jónas spurði hógvær, “Drottinn, ég er svakalega ánægður að fá að vera hér á Himnum sem verðskulduð umbun fyrir gott og guðhrætt líf. En þetta er Himnaríki og allt sem ég fæ að borða er niðursoðinn túnfiskur úr dós á meðan i Helvíti raða þeir í sig kjöti og grænmeti og drekka alls konar veigar með. Ég skil
þetta alls ekki.” “Jú, sjáðu til Jónas minn,” sagði Guð, “Það bara borgar sig ekki að elda bara fyrir tvo.”