Engel kom heim úr vinnunni, dauðþreittur og uppgefinn, skellir sér oní húsbóndastólinn í stofunni, kveikti á sjónvarpinu og kallaði „Hei, Hulda, komdu með bjór handa mér áður en það byrjar!“

Hulda andvarpaði og lét hann hafa bjór.

Kortéri seinna kallaði Engel aftur „Hulda, komdu með annan bjór áður en það byrjar!“

Hulda var fúl á svipinn, en kom samt með annan bjór og skellti honum önuglega á borðið við hliðina á húsbóndastólnum.

Engel kláraði þennan bjór og kallaði enn til Huldu sinnar „Hulda, það fer alveg að byrja. Komdu með annan bjór í snatri!“

Nú var Huldu nóg boðið. Hún hvessti sig og sagði „Er þetta allt sem þú ætlar að gera í allt kvöld? ha? Sitja eins og fituklessa fyrir framan sjónvarpið og drekka bjór? Ég skal sko segja þér að ég hef aldrei á æfinni séð annan eins letingja og fyllibyttu og þú getur bara reynt að hreyfa á þér spikið og ná í þinn eigin bjór, því að ég …“

Engel andvarpaði og sagði „Það er byrjað!“
******************************************************************************************