Engel fór að heimsækja aldraðan föður inn á elliheimili. Hann fann gamla manninn þar sem hann sat á stól í setustofunni. Rétt hjá var ein af hjúkrunarkonunum sem sáu um að gamla fólkinu liði vel og tæki pillurnar sínar. Engel settist hjá föður sínum og fór að segja honum tíðindi að heiman. Eftir smá stund byrjaði pabbi gamli að hallast til vinstri í stólnum sínum og þegar hallinn var orðinn hættulega mikill stökk hjúkrunarkonan til og rétti hann við aftur.
Enn leið smá stund og nú fór sá gamli að hallst til hægri og enn kom hjúkkan og rétti hann við. Þetta gekk svona mestallan heimsóknartímann, pápi hallaðist til skiptis til hægri og vinstri og hjúkkan rétti hann við. Rétt áður en heimsóknartíminn var búinn sagði Engel við föður sinn „Jæja, pápi minn, og hvernig hefurðu það svo hérna á þessu nýtísku elliheimili?“
„Jú, þakka þér fyrir,“ sagði sá gamli. „Við höfum svosem allt til alls og maturinn er ekki skorinn við nögl. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að helvítis hjúkkurnar vilja ekki leyfa manni að reka við!“
******************************************************************************************