Jónas, þessi ákaflega fallegi maður, ákvað að það væri hans hlutverk í lífinu að kvænast fallegustu konu í heimi og eignast með henni fallegasta barn veraldar.

Hann byrjaði að leita að fallegustu konunni, en eftir langa og stranga, en árangurslausa leit á höfuðborgarsvæðinu lagði hann af stað norður í land.
Eftir tíðindalaust ferðalag kom hann í dalverpi eitt nálægt Skagafirði og þar á bæ einum hitti hann bónda sem átti þrjár dætur, hver annarri fegurri. Jónas útskýrði fyrir bóndanum á hvaða ferð hann var og spurði bóndann hvort hann mætti kvænast einni af dætrum hans.

Bóndinn sagði “Þær eru allar á hötunum eftir eiginmönnum, svo þú skalt bara taka þá sem þér líst best á.”

Jónas fór út með elstu dótturinni. Daginn eftir spurði bóndinn hvað honum findist um hana.

“Tjah,” sagði Jónas. “Hún er bara píííínulítið, ekki svo að maður taki neitt eftir því, kiðfætt.”

Bóndinn kinkaði kolli og bauð Jónasi að fara út með annarri dótturinni, svo Jónas bauð miðsysturinni út.

Daginn eftir spurði bóndinn hvað Jónasi findist um hana.

“Ja,” sagði Jónas, “Hún er bara píííínulítið, ekki svo að maður taki neitt eftir því, rangeygð.”
Bóndinn var sammála því og bauð Jónasi að tala við yngstu dótturina og Jónas bauð henni út.

Daginn eftir kom Jónas hlaupandi inn og sagði “Hún er fullkomin, hreint út sagt fullkomin! Hún er fallegasta kona á jarðríki. Hún er sú sem ég vil kvænast og eignast með fallegustu börn veraldar!” Og þau giftust strax daginn eftir.

Um það bil níu mánuðum síðar fæddist lítið barn. Jónas fór á
fæðingardeildina til að sjá fallegasta barn í heimi, en þá fékk hann að sjá eitthvað það al-ljótasta og skakkasta og hræðilegasta barn sem hægt er að ímynda sér. Jónas æddi til tengdaföður síns og spurði hvernig á þessu stæði, miðað við hvað foreldrarnir væru báðir fallegir.

“Tjah,” sagði bóndinn, “Hún var bara píííínulítið, ekki svo að maður tæki neitt eftir því, ólétt þegar þú hittir hana.”