Til að undirbúa sig undir stóra stefnumótið fór ungi maðurinn uppá þak á húsinu sínu í sólbað og ætlaði sannarlega að fá smá lit fyrir kvöldið. Hann vildi engar línur svo að hann fór í sólbaðið nakinn. Því miður sofnaði ungi maðurinn á þakinu og tókst því að brenna á “viðkvæma” staðnum.
Ungi maðurinn var staðráðinn í að missa ekki af stefnumótinu því að það var með þessari líka svaka “hot” ljósku. Svo að hann ákveður að setja smá lotion á klofið og vafði það og hélt að það myndi lagast af sársaukanum.
Þegar ljóskan kemur í íbúðina hans stakk hinn ungi uppá því að þau myndu bara borða heima, að hann myndi elda fyrir hana. Eftir matinn fóru þau inní stofu til að horfa á bíómynd. Á meðan á bíómyndinni stóð fór sólbruninn að gera vart við sig. Eftir nokkrar erfiðar og sársaukafullar mínútur bað hann ljóskuna að afsaka sig, fór inní eldhús og hellti mjólk í stórt glas. Svo skellti hann vininum í glasið og þvílíkur léttir!
Ljóskan hinsvegar fer að velta því fyrir sér hvert hann hefði farið og kemur inní eldhús og sér hann með vininn ofan í glasi af mjólk og segir svo: “Jaaaá, svona farið þið að því að hlaða þessa hluti”