Himnaríki

Einu sinni komu 3 náungar upp í himnaríki á sama tíma. Áður en þeir vissu af þá kom sjálfur Lykla-Pétur að taka á móti þeim með síður en svo góðar fréttir og sagði við þá að himnaríki væri nærri því orðið fullt, þó samt gætu þeir náð inn í það en bara ef þeir hefðu dáið hræðilegum dauða.
Svo að Lykla-Pétur spurði fyrsta manninn hvernig hann hefði dáið. Hann svaraði á þessa leið: “ Ég hafði lengið grunað eiginkonu mína um framhjáhald og ég ætlaði mér að koma að henni með kallinum. Ég kom heim snemma og fann hana inni í svefnherbergi alla sveitta og nakta uppi í rúmi. Ég ákvað að leita að náunganum um alla íbúð en ég fann hann ekki. En þá tók ég eftir honum úti á svölum þar sem hann hékk fram af þeim, þá ákvað ég að reyna að berja hann niður af svölunum þar sem ég átti heima á 2. hæð í blokk. En hann bara öskraði á hjálp og ríghélt sér í svalirnar. Þannig að ég fór inn og náði í ísskápinn minn og lét hann falla niður á náungann og þá datt hann niður. Við þetta fékk ég svo heiftarlegt hjartaslag að ég dó og nú er ég hérna.”
Lykla-Pétri þótti þetta vera hræðilegur dauðdagi svo að hann hleypti manninum inn í himnaríki og spurði svo annan manninn hvernig hann hefði dáið. Hann svaraði á þessa leið: “Ég var uppi á svölunum mínum á 3. hæð í blokkinni minni en ég rann fram af þeim og var svo heppinn að grípa í svalirnar á 2. hæð. Ég var búinn að öskra á hjálp í ég veit ekki hvað langan tíma þar til að maðurinn á 2. hæð tók eftir mér. En í staðinn fyrir að hjálpa mér þá byrjaði hann að berja mig svo að ég myndi sleppa, en náttúrulega gerði ég það ekki. Þegar ég loks hélt að hann ætlaði að hætta þá kom hann með ísskáp í staðinn sem hann henti í áttina að mér. Við það missti ég takið og datt í runnana fyrir neðan blokkina og lifði fallið af, þar til að ísskápurinn lenti á mér og núna er ég hérna.”
Þetta var enn hræðilegri dauðdagi að mati Lykla-Péturs svo að leyfði manninum að fara inn í himnaríki á meðan hann spurði þriðja manninn. Hans frásögn var svona: “Já sko málið var að áður en ég dó þá var ég að fela mig innan í ísskáp og ég dó við að vera hent framan af svölum……..og núna er ég hérna.”


Íslendingurinn á Spáni

Það var einu sinni Íslendingur sem hafði unnið þó nokkrar milljónir og hann ákvað að eyða þeim í ferðalag til Spánar. Eftir svona eina viku úti ákvað hann að fara á rándýra veitingahúsið sem var smá spöl í burtu frá hótelinu hans. Þegar á það var komið bað hann þjóninn um að láta sig fá það dýrasta sem þeir ættu á veitingahúsinu. Stuttu síðar kom þjónninn með matinn og það voru tvær stórar kúlur með smá grænmeti. Íslendingurinn þótti þetta vera með því besta sem hann hafði borðað í gegnum ævina og spurði þjóninn hvað þetta væri. Þjónninn svaraði honum að þetta væri nauta eistu úr síðasta nauti sem drepið hafði verið í nautaati. Íslendingnum þótti þetta vera svo góður matur að hann ákvað að koma aftur eftir næsta nautaat og fá sér eistu í matinn. Næst þegar hann pantaði sér eistu þá kom þjónninn með eistu sem voru talsvert minni en hin eistun og þau brögðuðust alveg hræðilega miðað við hvað hin voru góð. Hann kallaði á þjóninn og spurði hann afhverju þau væru svona léleg eistun hjá þeim. Það eina sem þjónninn sagði Íslendingnum var að það væri ekki alltaf nautið sem tapaði……


Skógarkapellan

Ensk hefðarfrú ætlaði að eyða fríi sínu í þýsku fjallaþorpi. Hún kunni ekki mikið í þýsku en kom þó saman bréfi á bjagaðri þýsku, sem hún sendi skólastjóranum í þorpinu. Í bréfinu, bað hún skólastjórann um upplýsingar um eitt og annað, svo sem staðsetningu hússins, sem hún átti að dvelja í, útsýni og fleira.
Jú, jú, skólastjórinn skildi þetta allt nema eitt. Það var skammstöfun, sem hann botnaði alls ekkert í. Frúin hafði skrifað :
“ Eftir því sem ég kemmst næst, er væntalegur dvalarstaður minn mjög afskekktur. Þér megir því ekki vera undrandi þó að ég gerist svo djörf að spyrja hvort á staðnum sé nokkuð WC ? “
“ WC, “ hugsaði skólastjórinn, “ hvað er það nú fyrir nokkuð ? “ Og þar sem skólastjórinn gat ómögulega fundið út merkingu þessarar skammstöfunar, fór hann til vinar síns, þorpsprestsins og bað hann að hjálpa sér. Og að lokum fundu þeir vinirnir það út, að þessi skammstöfun ætti við þann fræga stað, Skógarkapelluna, sem laðaði að sér fjölda ferðamanna á hverju sumri. Að sjálfsögðu hét kapellan á ensku, Wood Chapel, sem trúlega væri skammstafað WC. Ánægður með þessi málalok, skrifaði skólastjórinn frúnni síðan svarbréf :
“ Yðar náð ! WC er staðsett um það bil 10 kílómetra frá húsi yðar, mitt í afar fallegum furuskógi. Þar er opið á þriðjudögum og föstudögum milli 5 og 7. Þetta kemur sér ef til vill illa fyrir yður, ef þér eruð vön að heimsækja slíkan stað daglega. En ég get glatt yður með því, að margir hafa með sér mat og dvelja á staðnum daglangt. Í WC eru sæti fyrir 80 mannsm en jafnframt eru svo næg stæði. Ég vil þó ráðleggja frúnni að mæta snemma, því að þeir sem koma seint geta ekki verið öruggir um að komast inn. Hljómburðurinn þarna er mjög góður, svo að jafnvel hin veikustu hljóð, heyrast mjög vel. Ég vildi svo að lokum ráðleggja frúnni, að heimsækja umræddan stað á föstudögum, því að þá er þarna orgel undirleikur.

P.S. : Konan mín og ég höfum ekki haft tækifæri til að heimsækja þennan stað í 3 mánuði og veldur það okkur að sjálfsögðu miklum kvölum, - en því miður, - leiðin er svo löng.