Maður nokkur fór í orlof til Argentínu og dvaldi á sveitahóteli í litlum bæ langt inn í landi. Kvöld eitt er hann var að borða tók hann eftir Þjóðverja á næsta borði sem var að borða rétt sem hann hafði ekki séð áður.


Minn maður er forvitinn og spurði þjóninn hvaða rétt Þjóðverjinn hefði pantað. Þjónninn sagði að þetta væru eistun úr nautinu sem var unnið á nautati fyrr um daginn. Maðurinn pantaði strax sama rétt en þjónninn sagði að þeir hefðu aðeins einn svona rétt á hverjum degi. Þjónninn upplýsti einnig að ef maðurinn kæmi tímanlega næsta dag fengi hann þennan rétt því á þessum veitingastað væri einföld regla, fyrstur kemur, fyrstur fær.


Maðurinn kom snemma næsta dag, fékk eistun og fannst honum þetta einn besti réttur sem hann hafið borðað en honum fannst eistun frekar lítil svo hann kallaði í þjóninn til að spyrja hann hvers vegna eistun sem hann fékk væru miklu minni en Þjóðverjinn fékk í gær. Þjónninn yppti öxlum og svaraði: “stundum vinnur nautið.”
******************************************************************************************