Það var einu sinni kanína sem kom inní sjoppu og sagði,
ég ætla að fá eina gulrót.
Þá sagði afgreiðslumaðurinn, við seljum ekki gulrætur.
Svo fór kanínan út og kom svo aftur næsta dag,
ég ætla að fá eina gulrót.
Við seljum ekki gulrætur, sagði afrgreiðslumaðurinn.
Svo gekk þetta í nokkra daga…
Svo einn daginn kom kanínan, ég ætla að fá eina gulrót.
Þá var afgreiðslumaðurinn orðinn frekar reiður,
ef þú kemur einu sinni enn og biður um gulrót
að þá negli ég eyrun á þér föst við gólfið!
Svo liðu nokkrir dagar og ekki kom kanínan…
Svo loks lét hún sjá sig og spurði
afgreiðslumanninn, áttu nokkuð nagla?
Neeej, sagði afgreiðslumaðurinn,
þá sagði kanínan, gott en áttu þá nokkuð gulrót?
******************************************************************************************