Skipstjóri á vöruflutningaskipi skrifaði í dagbók skipsins. Stýrimaðurinn var fullur í dag.
Stýrimaðurinn sá þettadaginn eftir og fór til skipstjórann g bað hann að stroka þetta út, því þetta væri eina fylliríið hjá honum um ævina og örugglega síðasta fylliríið hans.
Nei það væri ekki hægt, og eins og þú veist þá má ekki stroka neitt út sem væri skrifað í dagbókina, og við það sat.
Næst þegar stýrimaðurinn var með dagbókina skrifaði hann: Skipstjórinn var edrú í dag.
————————————————-
Sjúklingur á geðveikraspítala var að labba fyrir utan spítalann og sér mann með hjólbörur með skít í.
Sjúklingur spyr? Hvað ertu að gera með þennan skít? Ég ætla að bera á jarðarberinn mín.
Iss við berum rjóma á okkar sagði þá sjúklingurinn.
————————————————-
Af hverju ertu með glóðarauga? spurði vinurinn.
Ég var að kyssa konuna mína. Heldurðu að þú fáir glóðarauga við að kyssa konuna þína.
Já það slitnaði sokkabandið svaraði þá hinn.
————————————————
Læknirinn var að gera nýjar tilraunir með því að deyfa ekki þegar hann drægi tönn úr fólki. Ef hann gæti fengið það til að beina huganum annað.
Næst þegar hann þurfti að draga tönn gerði hann það eldsnöggt og stakk títiprjóni í afturendann á sjúklingnum um leið og hann kippti tönninni upp.
…Jæja Guðmundur var þetta nokkuð sárt spurði hann svo hróðugur?
…Nei, nei, svo sem ekki. En mikið rosalega lá rótin djúpt.
————————————————
Ertu ánægður með nýja hundinn þinn?
-Já mjög svo, hann er svo gáfaður að hann sækir alltaf fyrir mig Morgunblaðið á hverjum morgni. En það gera nú margir hundar.
Já en ég er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu.
————————————————
Þú ert rekinn.
-Já en ég gerði ekki neitt.
-Það er eimmitt ástæðan.
————————————————
Hefur þú frétt að Pétur er kominn með gervitennur.
-Nei sagði hann þér það?
-Já hann missti það útúr sér.
————————————————
Síminn hringdi í skóbúðinni:
-Halló, get ég fengið að skipta kjólnum sem ég fékk í gær?
-Þú hefur fengið rangt númer.
-Já það er eimmitt þessvegna sem ég vil skipta.
————————————————
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.