Einu sinni var blaðamaður hjá Séð og Heyrt að keyra upp í sveit þegar hann skyndilega sér svín sem er aðeins með tvær framlappir. Hann ákveður að athuga hvort það sé eitthvað fréttnæmt hér á ferð og keyrir því upp að bóndabænum. Þar hittir hann fyrir konu og spyr hana hvað sé í gangi með svínið?
„Þetta svín er hetja“, segir kerlingin „Fyrir nokkrum árum var sonur minn að leika sér við ána þegar hann datt útí hana. Svínið sá hann og dró hann uppúr og bjargaði lífi hans“
„En afhverju er hann bara með tvær lappir?“, spyr blaðamaðurinn. Þá muldrar kerla eitthvað og gengur í burtu. Sér þá blaðamaðurinn hvar vinnumaður stendur og er að huga að hestum. Hann gengur upp að honum og spyr hið sama.
„Þetta svín er hetja. Fyrir nokkrum árum voru börnin mín að leika sér í hlöðunni þegar kviknaði í. Svínið fór inn í hlöðuna og dró þau út“
„En afhverju er hann bara með tvær lappir“, spyr blaðamaðurinn og vitið menn hann muldrar bara eitthvað og gengur í burtu. Svo sér hann annan karl, gengur upp að honum og spyr hann hvort hann viti hver stjórnar hér.
„Ég ætti nú að vita það fyrst að ér er bóndinn“
„Afhverju vantar lappir á svínið“
„Ja svona kostagrip étur maður ekki í einni máltíð“