Hæ ég er vonandi kominn aftur.

Konan steig inn í strætisvagn og hélt á barni í fanginu. Þetta er nú ófríðasta barn sem ég hef nokkurn tímann séð. Oj, bara, sagði strætisvagnabílstjórinn. Konan settist aftast í vagninn og var í miklu uppnámi.
Hún sagði við mann sem sat við hliðina á henni: Vagnstjórinn var að móðga mig rosalega mikið. Hann heur engan rétt til þess, sagði maðurinn. Farðu beint til hans og láttu hann heyra það. Drífðu þig bara, ég skal halda á apanum á meðan
————————————————-
Siminn í herbúðunum hringdi um miðja nótt og úrillur óbreyttur öskrar: Hvaða andskotans hálviti er það sem hringir um miðja nótt?.
Ísköld rödd svarar hinu meginn: Vitið þér við hvern þér talið? Nei, þetta er ofurstinn. Það verður örstutt þögn en þá segir óbreyttur: Veit ofurstinn við hvern hann er að tala? Nei. Guð sé lof segir óbreyttur og skellti á.
————————————————-
Maður kom til læknis og segir við hann: ég get ekki borðað með munninum. Læknirinn segir: Þú verður þá að borða með hinum endanum. Maðurinn segir: Hvaða rugl er þetta, er það hægt. Læknirinn segir, já það er hægt og komdu svo eftir eina viku og ég sé hvað hægt er að gera.
Eftir viku þá kemur maðurinn og sest í sætið á móti lækninum. Hann er allur á yði í stólnum og rukkar fram og aftur í stólnum. Læknirinn segir: Ertu að éta núna. En maðurinn svarar: Nei ég er bara með tyggjó.

Kveðja Viskar.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.