Hjón í Breiðholtinu ákváðu að þau þyrftu að fara að nota kóða til að gefa til kynna að þau vildu ríða og ákváðu að nota orðið ritvél. Dag einn sagði maðurinn við dóttur sína: “Farðu og segðu mömmu þinni að ég þurfi að skrifa bréf.” Krakkinn fór til mömmu sinnar og sagði henni skilaboðin og mamman svaraði: “Segðu pabba þínum að hann geti ekki notað ritvélina núna af því að það er rautt blek í henni.” Krakkinn bar skilaboðin til pabba síns.
Nokkrum dögum seinna segir mamman við dótturina: “Farðu og segðu pabba þínum að hann geti notað ritvélina núna.” Stelpan fór til pabba síns og sagði honum hvað mamma hennar hafði sagt og fór svo og sagði við mömmu sína: “Pabbi segir að það skipti ekki máli, hann er þegar búinn að handskrifa bréfið.”
kv.