Vinirnir þrír, Friðþjófur, Guðmundur og Jónas dóu allir í hörmulegu bílslysi og fóru til himna. Þar voru þeir teknir á kynningarnámskeið og ein spurning sem þeir fengu allir var „Þegar kistulagningin fer fram og allir ættingjar ykkar og vinir eru samankomnir til að kveðja ykkur, hvað vilduð þið að þeir segðu um ykkur?“

Friðþjófur var fyrstur til að svara og sagði „Ég vildi að þeir segðu hversu frábær og nærgætinn læknir ég hefði verið og að ég hefði verið góður og umhyggjusamur fjölskyldumaður.“

Guðmundur sagði „Ég myndi vilja heyra um mig að ég hefði verið dásamlegur eiginmaður, frábær kennari og að ég hafi verið ungdómnum mikil hvatning til alls konar dáða og góðverka.“

Jónas var hugsi á meðan vinir hans töluðu, en sagði síðan „Ég held að ég myndi vilja heyra ‚Nei, sjáiði, hann hreyfir sig!‘“
******************************************************************************************