Um miðja nótt var barið allharkalega á útidyrahurðina.
Eiginmaðurinn, úrillur og reiður, æddi fram og reif upp hurðina
Fyrir utan stóð fullur maður ,,Viltu ýta mér?”
,,Hvað segirðu?” Spurði hinn nývaknaði húsráðandi. ,,Viltu ýta mér?” Spurði drukkni maðurinn
,,Andskotans della er þetta að vekja mann upp um miðja nætur og biðja mann um að ýta sér. Og ég ætla ekkert að ýta þér. Pillaðu þér í burtu,druslan þín”.
Maðurinn skreiddist aftur uppí rúm, undir hlýja sængina. ,,Hver var
þetta” spurði eiginkonan. ,,Einhver fullur maður, sem bað mig um að ýta sér,og ég bara skammaði hann og sagði nei”. ,,En elsku hnoðrinn minn” sagði konan ,,þú verður að hjálpa honum. Mannstu þegar við urðum bensínlaus um miðja nótt og þurftum að vekja upp?” Frúin hafði ýtt á takkann með samviskubitinu. Eiginmaðurinn fór því aftur á fætur og opnaði útidyrahurðina.
,,Halló, Hvar ertu?” spurði hann út í loftið.
,,Hérna” kom svar.
,,Hvar?”
,,Hérna,í rólunni.”