Náungi kemur inn á bar og sest við barborðið og segir við barþjóninn: Einn vodka fyrir mig, einn vodka fyrir þig og einn vodka fyrir alla röðina(þá sem sitja við barinn).
Þegar hann var búinn að gera þetta nokkrum sinnum þá segir barþjónninn við hann: Viltu nú ekki fara að borga, þetta er nú orðið dálítið mikið hjá þér.
Borga? segir maðurinn ,Ég get ekki borgað, ég á engan pening´
Þá gjörsamlega trompast barþjónninn og lemur náungann í klessu svo að hann þurfti að fara á spítala. Eftir nokkra daga útskrifast hann af spítalanum og er nú orðinn dálítið þyrstur svo að hann fer aftur inn á barinn. Hann sest við barstólinn og segir við barþjóninn: Einn vodka fyrir…… ,Stopp, stopp!´ grípur barþjónninn inní ,ég veit allveg hvað þú ætlar að segja, þú ætlar að segja: Einn vodka fyrir mig, einn vodka fyrir þig og einn vodka fyrir alla röðina´
,Nei´ segir maðurinn ,Ég ætlaði að segja ,Einn vodka fyrir mig og einn vodka fyrir alla röðina´ þú ert vitlaus með víni, maður.