Gunni slapp úr herberginu sínu á kleppi, út á tún og klifraði beinustu leið upp næstu fánastöng.
Starfsfólkið stökk allt út á eftir honum sá hann uppi og reyndi að fá hann til að koma niður en án árangurs.
Tveir klukkutímar liðu og eftir að hafa reynt að lokka hann niður með sælgæti, mat, alls kyns loforðu og hótunum þá datt einum starfsmanninum snjallræði í hug. Hann gekk nær og öskraði á sjúklinginn
“GUNNI, MAMMA ÞÍN ER DÁIN!”
Þá klifrar Gunni í hálfa stöng.


Tveir sjúklingar á Kleppi mæta hvorum öðrum á ganginum.
“Nei, SIGGI!?”
“Ha, naunau, hvað segirðu Gunni!?”
“Bíddu ég heiti ekkert Gunni!”
“Hmm, og ég heiti ekki Siggi”
“Þá hljótum við að vera einhverjir aðrir…”
—–